Locarno
Skjaldarmerki Locarno
Staðsetning Locarno
KantónaTicino
Flatarmál
 • Samtals19,4 km2
Hæð yfir sjávarmáli
200 m
Mannfjöldi
 • Samtals15.824 (31 des 2.018)
Vefsíðawww.locarno.ch

Locarno er þriðja stærsta borgin í kantónunni Ticino í Sviss með 16 þúsund íbúa (2018). Hún er hlýjasta borgin í Sviss og sú nyrsta þar sem Miðjarðarhafsloftslags gætir. Borgin er þekkt fyrir alþjóðlega kvikmyndahátíð, sem og Locarno-samningana.

Lega og lýsing

Locarno liggur nyrst við stöðuvatnið stóra Lago Maggiore um miðbik kantónunnar, en suðurhluti vatnsins tilheyrir Ítalíu. Heilsubærinn Ascona og Locarno eru samvaxnir við strendur Lago Maggiore. Næstu borgir eru Bellinzona til austurs (20 km), Lugano til suðausturs (30 km) og Como á Ítalíu til suðausturs (60 km). Mílanó á Ítalíu er 110 km til suðurs. Sökum milds loftslags og fagurs umhverfis er Locarno mikill ferðamannabær. Þar vex ýmis suðrænn gróður, svo sem pálmatré. Frá Locarno ganga reglulegar skipasiglingar um Lago Maggiore alla leið til Ítalíu.

Skjaldarmerki

Skjaldarmerki Locarno er hvítt ljón á bláum grunni. Ljónið er nafngefandi fyrir borgina.

Orðsifjar

Locarno heitir Leocarnum á latínu en það merkir hold ljónsins.

Söguágrip

Mættir á Locarno-ráðstefnunni: Gustav Stresemann frá Þýskalandi, Austen Chamberlain frá Bretlandi og Aristide Briand frá Frakklandi

Viðburðir

Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Locarno var hleypt af stokkunum árið 1946 og fer fram árlega í ágúst. Hátíðin fer fram á aðaltorgi borgarinnar en þar rúmast 8 þús manns í sæti. Hátíðin er því tiltölulega lítil miðað við sambærilegar hátíðir í Cannes og Berlín. Sigurmyndin hlýtur verðlaun sem kallast Gullni hlébarðinn (Pardo d'Oro).

Moon and Stars er popptónlistarhátíð sem haldin er árlega. Þar troða aðallega upp þekktar hljómsveitir. Árið 2011 spiluðu þar meðal annars Sting, Santana, Joe Cocker, Gianna Nannini, Roxette, Bryan Adams og ýmsir fleiri.

Frægustu börn borgarinnar

Byggingar og kennileiti

Gallerí

Heimildir