Eduard Zeller

Eduard Zeller (22. janúar 181419. mars 1908) var þýskur heimspekingur og fornfræðingur.

Merkasta rit hans er Philosophie der Griechen (1844-52). Hann hélt áfram að auka við ritið og beturumbæta það í ljósi nýrra rannsókna. Síðasta útgáfa þess birtist árið 1902. Það var þýtt á flest evrópumál og hlaut viðurkenningu sem undirstöðurit um gríska heimspeki.

Náms- og starfsferill

Zeller fæddist í Kleinbottwar í Württemberg í Þýskalandi og hlaut menntun sína við háskólann í Tübingen. Á námsárum sínum var hann undir miklum áhrifum Georg Wilhelm Friedrich Hegel. Árið 1840 varð hann Privatdozent í guðfræði við háskólann í Tübingen. Hann varð prófessor í guðfræði árið 1847 við háskólann í Berne og prófessor í guðfræði við háskólann í Marburg árið 1849. Stuttu seinna flutti hann sig yfir í heimspekideildina. Hann varð prófessor í heimspeki við háskólann í Heidelberg árið 1862 en fluttist til Berlínar árið 1872. Hann settist í helgan stein árið 1895.

Auk Philosophie der Griechen ritaði Zeller um guðfræði og heimspeki.

Helstu ritverk

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.