Olten
Skjaldarmerki Olten
Staðsetning Olten
KantónaSolothurn
Flatarmál
 • Samtals11,50 km2
Hæð yfir sjávarmáli
396 m
Mannfjöldi
 (2012)
 • Samtals17.133
Vefsíðawww.olten.ch

Olten er borg í kantónunni Solothurn í Sviss. Hún er aðeins með 17 þúsund íbúa, en er þrátt fyrir það stærsta borgin í kantónunni.

Lega og lýsing

[breyta | breyta frumkóða]

Olten liggur við ána Aare við rætur Júrafjalla, nær norðvestarlega í Sviss. Næstu borgir eru Aarau til norðausturs (15 km), Solothurn til suðvesturs (35 km), Basel til norðvesturs (45 km) og Luzern til suðausturs (55 km). Þýsku landamærin eru aðeins um 30 km til norðurs. Íbúarnir eru þýskumælandi. 26% þeirra eru útlendingar.

Skjaldarmerki

[breyta | breyta frumkóða]

Skjaldarmerki borgarinnar eru þrjú græn greni með rauða boli á hvítum grunni. Innsigli borgarinnar frá 1580 var með þremur lauftrjám en þeim var breytt í greni árið 1800. Trén tákna skógana þrjá sem liggja umhverfis borgina (Hardwald, Säliwald og Bannwald).

Söguágrip

[breyta | breyta frumkóða]
Núllsteinn járnbrautarkerfisins í Sviss stendur í Olten

Frægustu börn borgarinnar

[breyta | breyta frumkóða]
Gamla göngubrúin og miðborgin í Olten

(1899) Paul Hermann Müller, efnafræðingur og Nóbelsverðlaunahafi í læknisfræði 1948

Byggingar og kennileiti

[breyta | breyta frumkóða]

Gamla göngubrúin yfir ána Aare var reist á franska tímanum 1803. Hún tengir járnbrautarstöðina við miðborgina. Brúin er með þaki og geta vegfarendur því gengið yfir ána í skjóli í hvaða veðri sem er.

Heimildir

[breyta | breyta frumkóða]