Nærmynd af mannsauga.
Mynd af auga síberíutígursins.

Auga er líffæri sem skynjar ljós og gerir dýri kleift að sjá. Augu nema ljós og senda upplýsingar áfram sem taugaboð.

Einföldustu augu geta aðeins skynjað hvort umhverfið er dimmt eða bjart, en í æðri dýrum eru augu flókin kerfi sem safna ljósi saman, nota ljósop til að stýra magni þess ljóss sem kemst inn, skerpa á ljósinu með því að beina því í gegnum linsur sem augað getur stillt, umbreytir myndinni í taugaboð, og sendir það áfram með sjóntauginni til sjónstöðva heilans.

Ljósnemar augans kallast keilur (sem nema lit) og stafir (sem nema birtu).

Mannsaugað

[breyta | breyta frumkóða]

Mannsaugað kann að vera af mismunandi litum. Algengasti litur er brúnn, en blá eða græn augu tíðkast stundum í meirihluta í sumum þjóðum. 88% af Íslendingum eru blá- eða græneygðir. [heimild vantar]

Mannsauganu er skipt í nokkra hluta:

Mannsauga
Mannsauga
  1. afturhólf
  2. laufarönd
  3. brárvöðvi
  4. brárgjörð
  5. blástokkur hvítu
  6. sjáaldur, ljósop
  7. framhólf
  8. glæra, hornhimna
  9. lithimna, lita, regnbogahimna
  10. augasteinn
  11. augasteinskjarni
  12. brárklakkar
  13. Augnknattartára
  14. neðri skávöðvi
  15. neðri beinn
  16. miðlægur beinn
  17. sjónuslagæðar og sjónubláæðar
  18. sjóntaugardoppa
  19. heilabast
  20. sjónumiðjuslagæð
  21. miðjubláæð sjónu
  22. sjóntaug
  23. sveipbláæðar
  24. augnknattarslíður
  25. depill
  26. sjónugróf
  27. augnhvíta (hvíta)
  28. æða, æðahimna
  29. efri beinn
  30. sjóna, nethimna, sjónhimna

Algengir augnkvillar

[breyta | breyta frumkóða]

Með sjóntækjum er mögulegt að bæta sjóngalla, sem stafa af algengustu augnkvillum. Með laseraðgerð má einnig bæta sjóngalla af völdum nærsýni, fjarsýni og sjónskekkju.

Tengt efni

[breyta | breyta frumkóða]