Apeldoorn
Fáni
Skjaldarmerki
Staðsetning
HéraðGelderland
Flatarmál
 • Samtals341,13 km2
Mannfjöldi
 (1. janúar 2014)
 • Samtals157.549
 • Þéttleiki462/km2
Vefsíðawww.apeldoorn.nl

Apeldoorn er næststærsta borgin í héraðinu Gelderland í Hollandi með 157 þúsund íbúa (2014). Verið er að reisa tvö ný hverfi, þannig að íbúatalan á eftir að hækka mikið.

Lega og lýsing

[breyta | breyta frumkóða]

Apeldoorn liggur við hollenska skipaskurðinn, sem liggur í norður/suðurstefnu í austurhluta Hollands. Veluwe, stærsta skógarsvæði Hollands liggur við vesturenda borgarinnar. Næstu borgir eru Arnhem til suðurs (30 km), Ede til suðvesturs (40 km), Zwolle til norðurs (40 km) og Utrecht til vesturs (65 km). Apeldorn er ákaflega græn borg, með fáum háhýsum.

Skjaldarmerki

[breyta | breyta frumkóða]

Skjaldarmerki Apeldoorn sýnir rauðan örn, með bláar klær og nef, og lykil fyrir framan. Örninn er tákn um gamla þýska ríkið. Lykillinn er tákn borgarinnar.

Orðsifjar

[breyta | breyta frumkóða]

Apeldoorn merkir eplatré á gamalli hollensku. Apel = epli (sbr. Apfel á þýsku). Doorn er notað um ýmsa runna.

Söguágrip

[breyta | breyta frumkóða]
Apeldoorn á 17. öld var einungis bændaþorp. Teikning eftir Jacob van Ruisdael.

Viðburðir

[breyta | breyta frumkóða]

Jazz in the woods er árleg tónlistarhátíð í miðborg Apeldoorn í maílok. Spilað er jazz, en einnig popp og blús. Aðgangur er ókeypis. Um 60-80 þúsund manns sækja hátíð þessa heim.

Midwinter-Marathon er árlegt Maraþonhlaup í borginni. Það hefur verið haldið í janúarmánuði síðan 1974 og er næstelsta Maraþonhlaupið í Hollandi

Byggingar og kennileiti

[breyta | breyta frumkóða]
Het Loo kastalinn er í eigu Óraníuættarinnar

Heimildir

[breyta | breyta frumkóða]

Fyrirmynd greinarinnar var „Apeldoorn“ á hollensku útgáfu Wikipedia. Sótt 23. júní 2011.