Nintendo Wii
Framleiðandi Nintendo
Tegund Leikjatölva
Kynslóð Sjöunda kynslóð
Gefin út Q4 2006
Örgjörvi IBM PowerPC-based
"Broadway" (codename)
Skjákort (({GPU))}
Miðlar 12 cm optical diskur

8cm GameCube optical disc
DVD-Video
Secure Digital card (SD Flash Media)

Netkort Nintendo Wi-Fi

WiiConnect24

Sölutölur 24.45 milljón þann 31. mars, 2008
Forveri Nintendo GameCube

Wii (borið fram eins og enska persónufornafnið "we", IPA: /wiː/) er leikjatölva frá Nintendo, sem áður var þekkt undir dulnefninu Revolution, er erfingi Nintendo GameCube og er keppinautur Xbox 360 frá Microsoft og PlayStation 3 frá Sony á heimsmarkaði.

Athyglisverð þykir hin þráðlausa fjarstýring Wii, Wii fjarstýringin, en hana má nota sem benditæki og hún skynjar hreyfingu og snúning í þremur víddum. Tölvan notast við WiiConnect24, sem leyfir notendum að ná í uppfærslur og að taka á móti og senda skilaboð í gegnum netið, og notar WiiConnect24 afar lítið rafmagn.

Nintendo minntist fyrst á tölvuna árið 2004 á fréttafundi á E3 og sýndi hana svo á E3 2005. Satoru Iwata sýndi frumgerð fjarstýringarinnar í september 2005 á Tokyo Game Show. Á E3 2006 vann Wii Game Critics Awards fyrir „Best á sýningu“ og „Besta tæki“. Í desember 2006 var Wii kjörinn „Stóri sigurvegarinn í heimilisskemmtun“ (Grand Award Winner in Home Entertainment) í blaðinu Popular Science. Tölvan fór fyrst í sölu árið 2006.

Fjarstýring

Fjarstýringin fyrir Wii (þekkt undir nafninu Wii remote, Wii-fjarstýring eða Wii-mote) notast við hreyfiskynjun í leikjatölvuspilun, sem er áður óþekkt. [heimild vantar] Þetta er notað á marga vega eins og; ef notandi sveiflar Wii-fjarstýringunni þá sveiflar persónan í leiknum sverði, sker í uppskurði, sveiflar veiðistöng, sker grænmeti, miðar byssu og svo framvegis. Möguleikarnir eru margir, og vegna þessarar tegundar spilunar koma fram margir leikir sem ekki hefði verið hægt að búa til áður.

Leikir

Aðalgrein: Listi yfir Wii-leiki

Tengt efni

Valdar leikjatölvur
Fyrsta kynslóð
Magnavox Odyssey • PONG • Coleco Telstar
Önnur kynslóð
Atari 2600 • Interton VC 4000 • Odyssey² • Intellivision
Atari 5200 • ColecoVision • Vectrex • SG-1000
Þriðja kynslóð
NES • Master System • Atari 7800
Fjórða kynslóð
TurboGrafx-16 • Mega Drive • Neo Geo • SNES
Fimmta kynslóð
3DO • Jaguar • SaturnPlayStationNintendo 64
Sjötta kynslóð
DreamcastPlayStation 2GameCubeXbox
Sjöunda kynslóð
Xbox 360PlayStation 3Wii
Áttunda kynslóð
Xbox One • PlayStation 4 • Wii U • Nintendo Switch
Níunda kynslóð
Xbox Series X og S • PlayStation 5
Wikipedia
Wikipedia
Tölvuleikjagátt


srb Wii (Nintendo) Fjarstýring: Wii fjarstýringLeikir: Listi yfir Wii-leikiLeikir eingöngu fyrir WiiNetið: Nintendo Wi-Fi ConnectionVirtual ConsoleWiiConnect24Wii StöðvarInternet StöðWii serían: SportsPlayMusic