Rob Caggiano og Michael Poulsen .

Volbeat er dönsk þungarokkssveit sem var stofnuð í Kaupmannahöfn árið 2001. Hljómsveitin spilar blöndu af rokki, þungarokki, groove metal og rokkabillí. Hún var stofnuð á rústum dauðarokkssveitarinnar Dominus en Michael Poulsen söngvari og gítarleikari hennar hafði fengið nóg af slíkri tónlist og vildi reyna fyrir sér eitthvað nýtt (nafnið á nýja bandinu var tekið af þriðju plötu Dominus: Vol.Beat).

Allar plötur Volbeat hafa hlotið gullsölu í Danmörku. Einnig hefur sveitin gert það gott í Þýskalandi, Svíþjóð, Austurríki, Finnlandi og Bandaríkjunum. Volbeat hefur farið í tónleikaferðalög með Metallica um Evrópu og Norður Ameríku.

Rob Caggiano, fyrrum gítarleikari Anthrax gekk í hljómsveitina árið 2013 en ætlunin var fyrst að hann væri aðeins upptökustjóri.

Meðlimir

Fyrrum meðlimir

Breiðskífur

Heimild