Kopar  
Palladín Silfur Kadmín
  Gull  
Efnatákn Ag
Sætistala 47
Efnaflokkur Hliðarmálmur
Eðlismassi 10490,0 kg/
Harka 2,5
Atómmassi 107,8682(2) g/mól
Bræðslumark 1234,93 K
Suðumark 2435,0 K
Efnisástand
(við staðalaðstæður)
Fast form
Lotukerfið

Silfur er frumefni með efnatáknið Ag (skammstöfun á latneska orðinu yfir silfur, argentum) og sætistöluna 47 í lotukerfinu. Silfur er mjúkur, hvítgljáandi hliðarmálmur sem hefur mestu raf- og hitaleiðni allra málma og finnst í steindum og einnig í hreinu formi. Það er notað í mynt, skartgripi, borðbúnað og ljósmyndun.

Almenn einkenni

[breyta | breyta frumkóða]

Silfur er mjög sveigjanlegur og þjáll (aðeins harðara en gull), eingildur myntmálmur með skínandi hvítan málmgljáa. Það hefur mestu rafleiðni allra málma, jafnvel meiri en kopar, en sökum verðs hefur það ekki náð sömu vinsældum og kopar í rafmagnsverki.

Hreint silfur hefur einnig mestu hitaleiðni, hvítasta litinn, mestu endurkasthæfni ljóss (það er samt slæmur endurkastari útfjólublás ljóss) og minnsta snertiviðnám allra málma. Silfurhalíð eru ljósnæm og eru markverð vegna áhrifa ljóss á þau. Silfur er stöðugt í lofti og vatni, en tærist í snertingu við óson, vetnissúlfíð eða loft sem inniheldur brennistein. Algengustu oxunarstig silfurs er +1, en nokkur +2 efnasambönd eru þekkt.

Notkun

[breyta | breyta frumkóða]

Aðalnot silfurs eru sem eðalmálmur og halíðsölt þess, þá sérstaklega silfurnítrat, eru mikið notuð í ljósmyndun (sem er sú iðngreins mest notar af silfri). Sem dæmi um önnur not silfurs má nefna: