Seltjarnarneshreppur hinn forni náði frá Gróttu, sem þá var breitt nes en ekki eyja, að Elliðaám og austur með þeim til fjalla. Hreppurinn náði þvert yfir nesið, frá Kollafirði suður í Skerjafjörð. Jörðin Kópavogur var í Seltjarnarneshreppi og það var Reykjavík vitaskuld einnig. Nú eru bæjarmörk Seltjarnarness og Reykjavíkur um Eiðisvík að norðan og Lambastaðamýri að sunnan.