Salman Rushdie 2012

Salman Rushdie (fæddur: Ahmed Salman Rushdie, أحمد سلمان رشدی á arabísku (þann 19. júní 1947 í Bombay)) er indverskur rithöfundur, búsettur í Bandaríkjunum. Rushdie blandar gjarnan töfraraunsæi við sagnfræðilegar staðreyndir og gerast flestar skáldsögur hans á Indlandi og í Pakistan.

Salman ólst upp í miðstéttarfjölskyldu í Bombay á Indlandi. Á unglingsaldri fluttist hann ásamt fjölskyldu sinni til Pakistan og seinna til Bretlands. Margar af bókum hans hafa verið þýddar og gefnar út á íslensku.

Vegna meints guðlasts í bókinni Söngvum Satans eftir Salman hefur klerkastjórn Írans lýst Salman réttdræpan meðal múslima.[1][2]

Árið 2022 var Rushdie stunginn í hálsinn og á fleiri staði þegar hann var að flytja fyrirlestur í New York.[3]

Verk

Heimildir

  1. Salman Rushdie kominn í stríð við Facebook Vísir. Sótt 15.11.2011
  2. „Af hverju var rithöfundurinn Salman Rushdie dæmdur til dauða?“. Vísindavefurinn.
  3. Ólöf Rún Erlendsdóttir (12. ágúst 2022). „Salman Rushdie stunginn á sviði í New York“. RÚV. Sótt 12. ágúst 2022.