Séð yfir Laugahraun.
Kort af Laugahrauni.

Laugahraun er eitt allmargra hrafntinnu- og líparíthrauna sem runnið hafa eftir ísöld á Torfajökulssvæðinu. Laugahraun er frá því um 1477 og varð til í gosi sem tengist kvikuhólfinu undir Bárðarbungu, en hraun mun hafa runnið þaðan um Veiðivatnasprunguna og allt til Torfajökulssvæðisins áður en það kom upp á yfirborðið. Gossprunga Laugahrauns klýfur Brennisteinsöldu.

Skáli Ferðafélags Íslands í Landmannalaugum stendur við jaðar Laugahrauns.


Heimildir


  Þessi Íslandsgrein sem tengist jarðfræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.