Hugo Gering – (21. september 18473. febrúar 1925 í Kiel) – var þýskur miðaldafræðingur sem fékkst við germönsk fræði á víðum grunni. Hann var lengst prófessor í Háskólanum í Kiel. Þekktustu verk hans eru þýðingar á Eddukvæðum (1892) og Bjólfskviðu (1906).

Hugo Gering fæddist í Heinrichsberg í Vestur-Prússlandi (nú í Póllandi). Hann stundaði háskólanám í Leipzig og Bonn, einkum í málvísindum, heimspeki og sagnfræði. Eftir þátttöku í þýsk-franska stríðinu 1870–1871 fór hann í Háskólann í Halle an der Saale, þar sem hann lauk doktorsprófi 1873 með ritgerðinni Über den syntaktischen Gebrauch der Participia im Gotischen.

Í Halle fékkst hann fyrst við fornháþýsku en síðar hneigðist hugur hans að íslenskum fræðum. Hann varð dósent í Háskólanum í Halle 1883. Árið 1889 varð hann prófessor í norrænum fræðum í Háskólanum í Kiel (tók við af Theodor Möbius), og starfaði þar uns hann fór á eftirlaun 1921. Kennslugreinar hans þar voru norræn fræði, germönsk textafræði, gotneska, forn- og miðháþýska og fornenska.

Árið 1892 hófu þeir Hugo Gering, Eugen Mogk og Gustaf Cederschiöld útgáfu á ritröðinni Altnordische Saga-Bibliothek. Þetta er vönduð útgáfa á íslenskum fornsögum með fræðilegum formálum og skýringum neðanmáls, með sama sniði og tíðkast hafði við útgáfu á latneskum og grískum fornritum. Safnið varð alls 18 bindi (1892–1929), og var ætlað háskólanemendum og þeim sem vildu læra tilsagnarlaust.

Árið 1888 varð Gering ritstjóri Zeitschrift für deutsche Philologie (stofnað 1868), og birti þar fjölda fræðilegra greina. Hann var nákvæmur og vandaður fræðimaður.

Hugo Gering kom til Íslands þegar hann var um sextugt til þess að hafa persónuleg kynni af landi og þjóð. Hann var fjölskyldumaður en missti son sinn í fyrri heimsstyrjöldinni.

Helstu rit (úrval)

Útgáfur
Orðasöfn
Þýðingar

Grein

Heimildir