Enslaved (2010).
Grutle Kjellson (2016).

Enslaved er norsk framsækin svartmálmsþungarokksveit sem stofnuð var í Haugesund árið 1991. Stofnmeðlimir eru Ivar Bjørnson and Grutle Kjellson. Aðrir meðlimir hafa tekið breytingum í áranna rás. Tónlistin hefur einnig breyst yfir því að vera hrár svartmálmur yfir í framúrstefnulegri, melódískari átt þó svartmálmurinn blandist með því.

Þema á plötum þeirra hafa meðal annars verið víkingar og norræn goðafræði. Árið 2014 voru Ivar Bjørnson og félagi hans Einar Selvik (í Wardruna) fengnir til að semja tónverk í tilefni 200 ára afmælis norsku stjórnarskrárinnar.

Enslaved tók upp myndbandið við Jettegrytta af plötunni Utgard á Íslandi. Árið 2015 spilaði sveitin á Eistnaflugi.

Hljómsveitin vinnur frá Bergen í dag.

Meðlimir

Fyrrum meðlimir

Breiðskífur

Stuttskífur