Daniel Bruun
Fæddur
Peter Daniel Bruun

27. janúar 1856
Asmildklaustur Viborg
Dáinn22. september 1931 (75 ára)
Bispebjerg sjúkrahúsið Kaupmannahöfn
Þjóðerni Danmörk
StörfFornleifafræðingur
Rithöfundur

Daniel Bruun (27. janúar 1856 í Viborg í Danmörku22. september 1931 í Kaupmannahöfn) var liðsforingi í danska hernum, fornleifafræðingur og rithöfundur. Daniel Bruun er einna þektastur á Íslandi fyrir að taka sér það fyrir hendur að rannsaka íslenskar fornleifar, rústir af bæjum (einkum eyðibyggðum), þingstaði, hof, verslunarstaði og heiðin kuml. Ferðaðist hann í þeim tilgangi hingað til lands í 14 sumur alls.

Æviágrip

Daniel Bruun fæddist 27. Janúar 1856 í Asmildklaustri nálægt Viborg á Jótlandi þar sem faðir hans var gósseigandi og mikilsmetinn á mörgum sviðum. Hann naut mikils frelsis og frjálsræðis í æsku og var þá einkum í nánum tengslum við og hrifinn af ósnortinni heiðarnáttúrunni sem þá enn þakti stóran hluta Jótlands. Daniel segir í ævisögu sinni að hann hafi verið óstýrilátur og haft lítinn áhuga á skólanámi, en haldinn sterkri ævintýralöngun. Hann hætti námi í latínuskólanum í Viborg og ákvað þess í stað að ráðast í siglingu aðeins 16 að aldri.

Þjóðfræðirannsóknir

Daniel Bruun var í danska hernum frá 1879 til 1910 og stundaði bæði þjóðfræðilegar- og fornleifafræðirannsóknir meðfram herþjónustunni. Árið 1910 hætti hann í hernum en gekk í varalið hersins. Bruun hafði mikla löngun til að ferðast og árið 1881-82 bauð hann sig fram til að taka þátt í franskri herferð í Alsír og hann snéri þangað aftur bæði 1893 og 1911. Hann gerði rannsóknir á lítt þekktum svæðum í Túnis og safnaði þar heilmiklum þjóðfræðilegum gögnum sem hann færði til danska Þjóðminjasafnsins. Bruun skrifaði einnig bækur um ferðalög sín í Túnis og Alsír og árið 1893 kom út bókin Algier og Sahara og Huleboerne i Syd-Tunis (1895) sem var um þjóðfræðilegar rannsóknir á Berbum í suðurhluta Túnis.

Stríðsfréttaritari

Daniel Bruun gegndi einnig starfi stríðsfréttaritara Berlingske Tidende í stríði Rússa og Japana árið 1904 og skrifaði bókina Med Russerne i Mantschuriet (1905) um þá lífsreynslu en áhugi Bruun á stríðsögu má einnig sjá í bókum hans Krig gennem Aartusinder I-V (1908-1911).

Fornleifafræði

Áhugi Bruun á fornleifafræði byrjaði snemma og var hann afkastamikill fornleifafræðingur. Meðfram og eftir herþjónustuna vann Bruun fyrir danska Þjóðminjasafnið og eftir þá reynslu skrifaði hann ritið Danmark, Land og Folk (1919-1923) sem kom út í fjórum bindum. Bruun stóð fyrir mörgum fornleifauppgröftum og þá aðallega í Færeyjum, Íslandi og Grænlandi.

Grænlandsrannsóknir

Daniel Bruun gerði kerfisbundna kortlagningu á byggðum norrænna manna á Grænlandi í ferðum sínum þar árin 1894 og 1903 og lagði með því grunninn að vísindalegum rannsóknum á þeim.

Bruun benti á að það væru tengsl á milli byggingaaðferða í byggðum norrænna manna á Grænlandi og gamalla byggingaaðferða á Íslandi. Niðurstöður Bruun voru birtar í vísindaritinu Meddelelelser om Grønland og einnig gaf hann út bækurnar Mellem Fangere og Jægere (1897) og Erik den Røde og Nordbokolonierne i Grønland (1915) eftir rannsóknir sínar í Grænlandi.

Íslandsrannsóknir

Daniel Bruun var afkastamesti fornleifafræðingurinn á Íslandi og Grænlandi á árunum 1894-1910 og þó sérstaklega á Íslandi. Hann var upphafsmaður etnógrafískrar (þjóðfræðilegrar) fornleifafræði á Íslandi og hafa fáir safnað eins miklum upplýsingum um íslenska þjóðmenningu eins og hann.

Þegar Bruun kom fyrst til Íslands árið 1896 var það í þeim tilgangi að dýpka skilning sinn á þeim norrænu eyðibyggðum sem hann hafði verið að rannsaka á Grænlandi. Það þróaðist þó þannig að hann sá hve mikil fróðleiksnáma hin íslenska sveitamenning var og endaði það með því að hann kom hingað til lands 14 sinnum en hætti Grænlandsrannsóknum sínum.

Með komu Bruun til landsins varð bylting í kumlarannsóknum, hann hunsaði að mestu sögulegar heimildir og notaðist þess í stað við vísindaleg vinnubrögð sem voru á heimsmælikvarða. Hann gerði afstöðukort af kumlastaðnum, teiknaði kumlin og sýndi hvar bein og gripir voru staðsettir. Einnig lét hann kyn- og aldursgreina mannabein.

Á Dalvík rannsakaði Bruun kumlateig með 14 kumlum en þar á meðal var fyrsta bátkumlið sem fannst á Íslandi. Hann rannskaði fleiri kuml og gerði uppgrefti m.a. á Hofstöðum í Mývatnssveit og á Gásum í Eyjafirði.

Í Þjóðminjasafninu í Kaupmannahöfn eru skissur og myndir í hundraða tali frá ferðalögum hans um Ísland. Daniel Bruun rannsakaði fornnorræna húsagerð, búskaparhætti, reiðtygi, leiðir, matargerð og klæðnað og fleira úr daglegu lífi fólksins í sveitum landsins og skráði þetta hjá sér og hafa því mikilvægar upplýsingar varðveist sem annars hefðu glatast.[1]

Skrif

Rit á íslensku

Tilvísanir

  1. Adolf Friðriksson. Leskaflar í fornleifafræði. HÍ, 2003.

Heimildir