Verkið The Physical Impossibility of Death in the Mind of Someone Living frá 1992 er eitt þekktasta verk Damien Hirst.

Cool Britannia (bókstafl. „Svala Bretland“) er slagorð sem var áberandi í fjölmiðlum frá 1995 til 2000 og átti við breska samtímamenningu með vísun í britpophljómsveitir á borð við Blur og Oasis og myndlistarmenn á borð við Damien Hirst og Tracey Emin sem mynduðu hópinn Young British Artists. Hugtakið var notað í staðarmarkaðssetningu Bretlands á tímum Nýja verkamannaflokksins undir stjórn Tonys Blair. Um aldamótin þótti þetta hugtak hins vegar orðið þreytt og eftir það var það varla notað nema í kaldhæðnistón.

Hugtakið er orðaleikur sem vísar til breska ættjarðarljóðsins „Rule, Britannia!“. Það á sér hliðstæðu í hugtakinu Swinging London sem vísaði til menningar Lundúnaborgar á 7. áratug 20. aldar.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.