Kort af Berserkjahrauni.

Berserkjahraun er hraun í vestanverðri Helgafellssveit á Snæfellsnesi og frægt er úr Heiðarvíga sögu, er sagt að það dragi nafni sitt af þeim berserkjum sem Víga-Styr notaði til að riðja hraunið, seinna eftir að þeir höfðu unnið verkið lét hann drepa þá þar sem þeir voru berskjaldaðir og naktir í baði. Brautin sem hann lét þá riðja sést enn glöggt og heitir Berserkjagata. Hún liggur suðaustur frá bænum í Bjarnarhöfn.

Berserkjahraun hefur runnið úr gígum norðan Kerlingarskarðs, af hverjum er stærstur Rauðakúla. Næst koma svo Grákúla og þá Kothraunskúla. Hraunið rann til sjávar við Bjarnarhöfn og út í Hraunsfjörð. Berserkjahraun er úfið apalhraun með gíghólum og söguminjum, Berserkjagötu og Berserkjadys og er það á náttúruminjaskrá.

Heimildir

  Þessi landafræðigrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.