Ben E. King (2006)

Ben E. King (fæddur Benjamin Earl Nelson 28. september 1938 í Henderson í Suður-Karólínu; d. 30. april 2015) var bandarískur söngvari þekktastur fyrir lag sitt „Stand by me“ sem kom út árið 1961.

Ferill

King á tónleikum í New York-borg 2007

Árið 1958 gekk Nelson í doo-wop-sveitina The Five Crowns. Seinna sama ár rak umboðsmaður The Drifters liðsmenn sína og fékk meðlimi The Five Crowns í hljómsveitina. Nelson tók þátt í að skrifa fyrsta smell hljómsveitarinnar, „There goes my baby“ (1959), auk þess sem hann söng aðalrödd í lögum á borð við „Save the last dance for me“, „Dance with me“, „This magic moment“, „I count the tears“ og „Lovely winds“. Kom hann þá fram undir skírnarnafni sínu.

Ben E. King hljóðritaði einungis 10 lög með The Drifters, þar á meðal lagið „Temptation“ sem kom ekki út á smáskífu. Árið 1960 yfirgaf hann sveitina og tók þá upp listamannsnafn sitt. Hann var með samning við Atlantic Records og fyrsta lag hans var „Spanish Harlem“ (1961). Næsta lag var „Stand by me“ en það skrifaði hann ásamt þeim Jerry Leiber og Mike Stoller.

Plötur Kings héldu áfram að toppa vinsældalista allt til ársins 1964 þegar breskar popphljómsveitir hófu innreið sína. Sumarið 1963 gaf hann út lagið „I (who have nothing)“ en síðar meir hefur það meðal annars verið endurgert af listamönnum á borð við John Lennon, Shirley Bassey, Tom Jones, Sylvester James, U2 og Bruce Springsteen.

Aðrar smelli átti hann einnig, s.s. „What is soul?“ (1967), „Supernatural Thing, part 1“ (1975) og endurgerði svo „Stand by me“ árið 1986. Komst lagið þá aftur í toppsæti vinsældalista um allan heim. Nú orðið rekur hann eigin góðgerðarstofnun, Stand by me Foundation.

Útgefið efni

Breiðskífur

Smáskífur